Webinar - University of South Australia

Dreymir þig um að stunda nám í Ástralíu? Mánudaginn 30.apríl næstkomandi mun KILROY standa fyrir fríu webinar (vefkynningu) þar sem forsvarsmenn The University of South Australia segja okkur frá hvernig það er að stunda nám í Adelaide í Suður-Ástralíu! Skráðu þig á webinar-ið og fáðu öllum þínum spurningum um nám í Ástralíu svarað!

Nú er tækifærið til þess að fá frekari upplýsingar um nám í borginni Adelaide í Suður-Ástralíu er við skellum í eitt glæsilegt webinar (vefkynningu)!

Forsvarsmenn The University of South Australia segja okkur frá því hvernig það er að stunda nám í Adelaide í Suður-Ástralíu og gefa þér góð ráð.

Skemmtileg og fræðandi kynning þar sem þú þarft ekki einu sinni að fara að heiman til þess að mæta! Kynningin mun fara fram í gegnum tölvu og stendur yfir í um eina klukkustund (tímasetningu finnur þú hér fyrir neðan). Eftir kynninguna getur þú svo spjallað við forsvarsmennina og fengið svör við öllum þínum helstu spurningum.

 

Tími og Staðsetning

 

Dagsetning: 30.apríl

Staður: Hlekkur að kynningunni verður sendur til skráningaraðila í pósti þegar nær dregur námskeiðinu. Þess vegna er mikilvægt að skrá sig þó svo að sætafjöldi sé ekki takmarkaður

Tími: 17:00

Engin takmörkuð sæti eru í boði en við biðjum þig þó um að skrá þig hér að neðan svo þú fáir sendann hlekkinn að kynningunni.

Við hlökkum til að heyra í þér!

Skráning á viðburðinn

 

 

 

Skrá mig
Hafa samband